Skilmálar fyrir söluaðila

Aðgangur að uppboðsvef.

Til að geta boðið í ökutæki og muni þarf viðkomandi að vera skráður notandi á uppboðsvef.

Tilboðsgjafi skráir sig með því að skrá inn nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, ásamt tölvupóstfangi. Þá velur tilboðsgjafi notandanafn og lykilorð fyrir aðgang sinn að uppboðsvefnum.

Aðgangur er persónubundinn og er öðrum en skráðum notanda óheimilt að nýta aðganginn að uppboðsvefnum.

Hverjir geta skráð sig?

Allir einstaklingar með íslenska kennitölu sem náð hafa 18 ára aldri og eru fjárráða geta skráð sig á uppboðsvefinn. Með staðfestingu skilmála þessara lýsir notandi yfir fjárræði sínu. Fyrirtæki með gilda íslenska kennitölu geta einnig skráð sig en viðkomandi bjóðandi þarf að hafa gilda prókúru fyrir fyrirtækið.

Upplýsingar um uppboð eða uppboðsmuni.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir um uppboð eða einstaka uppboðsmuni á netfangið info@betrikaup.is eða í síma 5442200.

Vörur ehf. er milliliður í viðskiptum seljanda og kaupanda og er ekki samábyrgt seljanda vegna skyldna hans. Vörur ehf. hvetur tilboðsgjafa (væntanlega kaupendur) eindregið til að skoða ökutæki og aðra muni ítarlega áður en tilboð er gert. Myndir lýsa ekki endilega fullkomlega ástandi ökutækja eða gefa rétta mynd af tjóni á ökutæki ef um slíkt er að ræða. Þá þarf ástandslýsing ekki að vera tæmandi í öllum tilvikum.

Öll ökutæki og munir á útboðsvefnum eru seldir í því ástandi sem þeir eru í og ber tilboðsgjafa, eins og áður greinir, að kynna sér ástand þeirra áður en tilboð er gert. Sjá 20. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup:

  1. gr.Vond trú kaupanda, rannsókn fyrir kaup o.fl.

Kaupandi getur ekki borið neitt það fyrir sig sem galla sem hann vissi eða mátti vita um þegar kaupin voru gerð.

Hafi kaupandi rannsakað söluhlut áður en kaupin voru gerð eða hafi hann án gildrar ástæðu látið undir höfuð leggjast að sinna hvatningu seljanda um slíka rannsókn getur kaupandi ekki borið fyrir sig neitt það sem hann hefði þá átt að veita athygli. Þetta gildir þó ekki ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans að öðru leyti verið andstætt heiðarleika og góðri trú.

Reglur 2. mgr. gilda einnig hafi kaupandi fyrir kaup rannsakað sýnishorn af hlutnum eða látið það hjá líða án gildrar ástæðu og gallinn varðar eiginleika sem sjá mátti á sýnishorninu.

Vörur ehf. ber enga ábyrgð á leyndum göllum eða því að tjón sé víðtækara en almenn skoðun getur leitt í ljós.

Almennt fylgir einn lykill með ökutækjum sem boðin eru upp á uppboðsvefnum nema annað sé sérstaklega tekið fram. Ökutæki sem eru í eigu tryggingafélaga eru alla jafna ekki á númerum við sölu.

ATH! Mjög mikilvægt er fyrir tilboðsgjafa að skoða ferilskrá ökutækis áður en tilboð er gert. Nýskráning segir aðeins til um skráningardag á Íslandi en ekki endilega árgerð ökutækis. Þá getur verið að finna í ferilskrá aðrar upplýsingar sem áhrif geta haft á verðmæti ökutækis. Ekki er hægt að falla frá tilboðum vegna skorts á upplýsingum sem fram koma í ferilskrá ökutækis.

Uppgefinn akstur ökutækja.

Akstur ökutækja er gefinn upp samkvæmt mæli (km eða mílum) og tekur Vörur ehf. enga ábyrgð á því hvort mælir sýnir raunverulegan akstur ökutækis eða innsláttarvillna. Tilboðsgjafar verða að kynna sér um hvora mælieininguna er að ræða. Sama gildir um aðra uppboðsmuni eftir því sem við getur átt.

Tilboð.

Öll tilboð eru bindandi fyrir tilboðsgjafa. Hæsta tilboð í hvert ökutæki eða mun er sýnilegt. Tilboðsgjafi verður því að gera hærra tilboð en sýnt er. Ef annar tilboðsgjafi gerir hærra tilboð í umræddan uppboðsmun, getur tilboðsgjafi gert nýtt og hærra tilboð. Ef tilboð kemur í ökutækið sem er jafnhátt tilboð sem gert var með uppboðsvöktun, þá ræður tímasetning tilboðs, þ.e. hvenær viðkomandi tilboð var gert og vinnur sá sem setti uppboðið fyrr inn.

Tilboð skulu miða við staðgreiðslu. Virðisaukaskattur er innifalinn í tilboðsverði nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Náist lágmarksverð ekki tekur seljandi ákvörðun um hvort hann selur á hæsta tilboðsverði. Tilboðsgjafi er skuldbundinn við tilboð sitt þrátt fyrir að lágmarksverði sé ekki náð nema seljandi hafni tilboðinu. Þannig er áskilinn réttur til að hafna tilboðum nái þau ekki lágmarksverði.

Athuga ber að þegar sett hefur verið uppboðsvökun og henni hefur ekki verið náð er varhugavert að setja nýja uppboðsvöktun með hærri upphæð, þá er viðkomandi farinn að bjóða á móti sjálfum sér.

Allar villur í tilboðsgerð eru á ábyrgð tilboðsgjafa. Hægt er þó að leiðrétta tilboð sé um auðsjáanlega villu að ræða (t.d. ásláttarvillu) og skal tilboðsgjafi þegar er hann verður villunnar var hafa samband við umsjónarmann útboðs með tölvupósti (info@betrikaup.is) eða í síma (544-2200).

Misnotkun á vef Vörur ehf.

Verði notandi/tilboðsgjafi uppvís að því að misnota vefinn, m.a. með því að standa ekki við tilboð sem hann hefur gert í ökutæki eða annan uppboðsmun, þá hefur Vörur ehf. heimild til þess að útiloka hann frá frekari notkun uppboðsvefsins.

Standi tilboðsgjafi ekki við tilboð sitt getur seljandi samt sem áður krafið hann um efndir kaupsamningsins eða leitað vanefndaúrræða s.s. krafist skaðabóta vegna þess tjóns sem það kann að hafa valdið honum, auk þess sem Vörur ehf. getur gert tilboðsgjafa að greiða þann kostnað sem sannanlega hefur fallið til vegna vanefnda tilboðsgjafa.

Tilboði tilboðsgjafa tekið. Greiðsla kaupverðs. Móttaka uppboðsmunar.

Hæstbjóðandi fær upplýsingar um seljanda eftir að uppboði lýkur og getur gengið frá kaupunum.

Hafi tilboðsgjafi/kaupandi ekki staðfest kaupin með greiðslu, og sent staðfestingu því til sönnunar til Vörur ehf., innan tveggja sólarhringa frá ofangreindri tilkynningu er Vörur ehf. heimilt að bjóða öðrum tilboðsgjöfum að ganga inn í tilboð tilboðsgjafa. Tilboðsgjafi er bundinn við kauptilboð sitt þar til annar tilboðsgjafi hefur staðfest að hann vilji ganga inn í tilboð tilboðsgjafa.

Allar upplýsingar á uppboðsvef Vörur ehf. eru með fyrirvara og engin ábyrgð er tekin á mistökum sem kunna að verða vegna þess að þær reynast ekki réttar eða ef upp koma villur í tölvukerfinu. Vörur ehf. áskilur sér rétt til breytinga á skilmálum þessum.